Mynd: Reiknistofnun Háskóla Íslands
Lagfæringar á Moodle
Höfundur Reiknistofnun Háskóla Íslands - miðvikudagur, 11. janúar 2012, 10:00 fh
 

Gerðar voru lagfæringar á námskeiðakerfinu Moodle á vefnum https://moodle.hi.is/ .  Breyta þurfti nafni á dálki í einni gagnagrunnstöflunni. Upptökur í Emission kerfinu virka nú eðlilega í Moodle.

Þann 9. janúar var sett inn öryggisuppfærsla og jafnframt þurfti að setja inn öryggisafrit af gagnagrunninum frá kl. 1 eftir miðnætti. Um kl. 17 var Moodle komið aftur í eðlilegan rekstur.  Einhver hluti af því efni sem sett hafði verið inn á milli kl 01 og kl 17 er því ekki í kerfinu, en er þó til í öryggisafritum. Best er að setja það efni einfaldega inn aftur, en sé það af einhverjum ástæðum ekki hægt, er hægt að fara í mjög tímafrekt ferli við að plokka gögnin út úr öryggisafritinu.

Bestu kveðjur, Anna Jonna Ármannsdóttir, kerfisstjóri.

 
Hlaupa yfir Stikla

Stikla

Hlaupa yfir Stillingar

Stillingar

Hlaupa yfir Leiðbeiningar