Endurlífgun - HJÚ603G (2013V)
(Endurlífgun HJÚ603G2013V)

Námskeiðið er ætlað hjúkrunarfræðinemum við Háskóla Íslands á þriðja námsári og er hluti af undirbúningi fyrir námskeiðið bráðahjúkrun (HJÚ801G) á fjórða námsári. Námskeiðið er byggt á stöðlum evrópska endurlífgunarráðsins (ERC) og kennt samkvæmt því. Námskeiðið er samansett af fyrirlestrum/myndbandi, verklegum æfingum og umræðum. Farið verður yfir orsakir og forvarnir hjartastopps og vinnuferla við endurlífgun. Í verklegum stöðvum er lögð áhersla á frumskoðun og endurlífgun, öndunarhjálp og teymisvinnu í endurlífgun. Mest er áhersla á verklegar æfingar og virka þátttöku nemandans. Þá verður farið yfir algeng forboðaeinkenni hjartastopps, hjartsláttaróreglu á hjartarafsjá, sem og notkun/verkun á helstu lyfjum sem notuð eru við endurlífgun. Í námskeiðinu er rík áhersla lögð á verklegar æfingar og virka þátttöku nemenda.

Markmið: Tryggja að heilbrigðisvísindanemar séu færir um að beita viðurkenndum aðferðum til að koma í veg fyrir hjartastopp. Einnig stuðla að nemendur búi yfir nægri þekkingu og hæfni til að meðhöndla sjúkling í hjartastoppi áður en að sérhæft endurlífgunarteymi kemur, auk þess sem þeir eiga að geta tekið þátt í vinnu endurlífgunarteyma.