Málfræði II ÍSE201G2013V
(Málfræði II)

Námskeiðið er framhald námskeiðsins Málfræði I þar sem farið var yfir ýmsa grundvallarþætti íslenskrar málfræði. Haldið áfram að auka enn frekar við þá þekkingu í byggingu málsins sem nemendur öfluðu sér þar. Þannig verða fleiri beygingarflokkar nafnorða kynntir og jafnframt verður mikil áhersla lögð á sagnir og notkun þeirra, einkum í samsettum myndum. Rætt verður um myndun og notkun stigbreyttra lýsingarorða auk þess sem áhersla verður lögð á fornöfn og notkun þeirra, jafnt eftir formi og merkingu. Vinnulag Kennt verður í óbeinu fyrirlestrarformi þar sem farið verður yfir viðfangsefnið hverju sinni. Vikuleg heimaverkefni sem tengjast efni kennslustunda. Verkefnin gilda ekki til einkunnar en skipta máli við tileinkun námsefnisins og því mikilvægt að nemendur standi skil á þeim.. Kennt verður á íslensku.