Þróun náms- og starfsferils, inngrip og mat - NSR009F (2013V)
(Þróun náms- og starfsferils, inngrip og mat NSR009F2013V)

Fjallað er um þróun íslenska menntakerfisins, og uppeldis- og menntunarfræðilegar forsendur eins og þær birtast í menntastefnu stjórnvalda, í lagasetningu og námskrám. Fjallað er um námsferil og brotthvarf frá námi meðal ólíkra samfélagshópa í fræðilegu ljósi og er sérstök umfjöllun um námsferil karla og kvenna. Nemendur kynnast helstu upplýsingaveitum um menntun á Íslandi svo og alþjóðlegum upplýsingaveitum. Áhersla er lögð á stuðning við starfsferilsþróun einstaklinga innan menntakerfisins og kynntar aðferðir við hönnun og framkvæmd heildstæðra náms- og starfsráðgjafaráætlana. Jafnframt er fjallað um mat á skilvirkni náms- og starfsráðgjafar.