Læknisfræðileg eðlisfræði - LÆK117G (2012A)
(Læknisfræðileg eðlisfræði LÆK117G2012A)

Hæfnisviðmið (Learning outcomes)

Þekking:

Nemendur skulu þekkja orðin kraftur, orka, vægi, spenna , afmyndun, seigja, mótanleiki, stýrikerfi, afturvirkni (neikvæð og jákvæð). Hugtökin hitastig og varmi og munurinn þar á milli eru þeim töm sem og hvernig varmaflutningur fer fram frá líkamanum. Þekking þeirra á hugtökunum þrýstingur, flæði, rennslisviðnám er nokkuð ýtarleg sem og hvernig þessar stærðir birtast í hjarta og æðakerfi. Að loknu námskeiðinu hafa allir nemendurnir í hópnum þekking á grundvallaratriðum rafmagns og rafsegulfræði á við þá sem hafa bestan undirbúning úr framhaldskóla. Umfram þessa þekkingu á grundvallaratriðum rafsegulfræðinnar þá hafa nemendur staðgóða og nýtilega hugmynd um hvernig stórsæ rafmerki sem mæla má á líkamanum verða til. Allir nemendur vita hvað lekastraumur er, hvernig hann hagar sér og hvers vegna lekastraumur frá lækningatækjum getur verið lífshættulegur sjúklingum. Staðgóð vitneskja um sveim (flæði) efna um frumuhimnur og helstu áhrifavalda þar á er nemendum tiltæk til frekara náms í frumulífeðlisfræði. Nemendur hafa að loknu námskeiðinu áttað sig á áhrifum allra tegunda geislunar á rafsegulrófinu á lífverur og þekkja dæmi um hagnýtingu allra tegunda rafsegulbylgna í læknisfræði. Nemendur kunna að nefna helstu tegundir geislavirkni og geta nefnt hagnýtingar þeirra í læknisfræði. Nemendur kunna skil á öllum helstu myndgerðarháttum í læknisfræðilegri myndgerð og vita hvernig myndin verður til í þeim öllum.

Leikni:

Hluti námskeiðsins felst í útreikningum á einföldum dæmum sem ætlað er að þróa hæfni nemenda til að beita þeim náttúrulögmálum sem þeir kynnast í námskeiðinu á raunverulega hluti. Gerð er krafa um að nemendur viti hvað breytistærðir tákna í jöfnum sem fjallað eru um í námskeiðinu og geti sett inní þær. Nemendur þjálfast í að gera skipulagðar tilraunir og fá tækifæri til að vinna með gögn úr þeim.

Hæfni:

Nemendur munu hafa þjálfast í að beita gagnrýnin hugsun gagnvart tilviljanakenndri og rangri notkun hugtaka úr eðlisfræði ( td: orku, segulmagni, brennslu...) í gervivísindum og skottulækningum. Almennt munu nemendur hafa orðið hæfari til að skilja eðli efnis og orku og til að beita þessum hugtökum í frekara námi og starfi.